Kári er Íslandsmeistari í einliđaleik karla ţriđja áriđ í röđ

Kári Gunnarsson TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik karla, þriðja árið í röð.

Kári vann Atla Jóhannesson TBR eftir æsispennandi oddalotu þar sem var jafnt á nánast öllum stigum. Leikurinn endaði með sigri Kára 21-10, 18-21 og 21-18.

Kári Gunnarsson Íslandsmeistari í einliðaleik karla 2014 

Kári er búsettur í Danmörku og æfir og keppir með KBK Kbh. sem er í fyrstu deildinni þarlendis. Kári var valinn badmintonmaður ársins 2013 í desember síðastliðnum.

Hann keppir einnig til úrslita í tvíliðaleik á eftir ásamt Atla Jóhannessyni sem hann vann í þessum úrslitaleik einliðaleiks karla. Þar mæta þeir Daníel Thomsen og Bjarka Stefánssyni TBR.

Nú er í gangi tvíliðaleikur kvenna en þar mætast annars vegar Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR og hins vegar Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir TBR.

Skrifađ 6. apríl, 2014
mg