Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í Æðsta- og Heiðursflokki

Í Æðstaflokki léku til úrslita Óskar Bragason og Reynir Guðmundsson KR annars vegar og Egill Þór Magnússon og Alexander Eðvarðsson TBR hins vegar. Óskar og Reynir unnu í tveimur settum 21-16 og 21-10. Óskar og Reynir eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í Æðstaflokki.

Í Heiðursflokki léku til úrslita í tvíliðaleik karla Gunnar Bollason og Hörður Benediktsson TBR gegn Kjartani Nielsen og Óskari Óskarssyni TBR. Kjartan og Óskar sigruðu í þremur lotum 21-18, 18-21 og 21-14. Kjartan Nielsen og Óskar Óskarsson TBR eru Íslandsmeistarar í Heiðursflokki í tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Fylgist með í beinni á Facebook síðu Badmintonsambands Íslands. 

Skrifað 6. apríl, 2014
mg