Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í A- og B-flokki

Í A-flokki karla léku til úrslita í tvíliðaleik Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström TBR gegn Davíð Bjarna Björnssyni og Pétri Hemmingsen TBR. Ingólfur og Sævar sigruðu í þremur lotum 21-18, 14-21 og 21-13. Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik A-flokks karla.

Í B-flokki karla léku til úrslita í tvíliðaleik Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH gegn Andra Árnasyni TBR og Steinari Braga Gunnarssyni ÍA. Andri og Steinar Bragi sigruðu í þremur lotum 18-21, 21-18 og 24-22. Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik B-flokks karla.

Í A-flokki kvenna léku til úrslita í tvíliðaleik kvenna Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH gegn Hrefnu Rósa Matthíasdóttur og Sigrúnu Maríu Valsdóttur BH . Anna og Irena sigruðu í þremur lotum 21-14, 16-21 og 21-13. Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik A-flokks kvenna.

Í B-flokki kvenna léku til úrslita í tvíliðaleik Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu gegn Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH. Margrét Dís og Svanfríður sigruðu í tveimur lotum 21-12 og 21-12. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik B-flokks kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Fylgist með úrslitunum í beinni á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands. 

Skrifað 6. apríl, 2014
mg