Íslandsmeistarar í einliðaleik í A- og B-flokki

Keppni á Meistaramóti Íslands í Íþróttahúsinu að Strandgötu hófst kl. 9 í morgun á úrslitaleikjum í einliðaleik í A og B-flokki karla og kvenna.

Í A-flokki einliðaleiks karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR og Sævar Ström TBR. Davíð Bjarni sigraði í tveimur lotum 21-7 og 21-10. Davíð Bjarni Björnsson TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik A-flokks karla.

Í A-flokki einliðaleiks kvenna léku til úrslita Harpa Hilmisdóttir UMFS og Sigrún María Valsdóttir BH. Harpa sigaraði 21-12 og 21-6. Harpa Hilmisdóttir UMFS er Íslandsmeistari í einliðaleik A-flokks kvenna.

Í B-flokki karla léku Róbert Ingi Huldarsson BH og Haukur Gylfi Gíslason Samherjum til úrslita. Róbert Ingi vann í tveimur lotum 21-10 og 21-16. Róbert Ingi Huldarsson BH er Íslandsmeistari í einliðaleik í B-flokki karla.

Í B-flokki kvenna leika Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Margrét sigraði í tveimur lotum 21-7 og 21-17. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik í B-flokki kvenna.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.

Skrifað 6. apríl, 2014
mg