Tinna og Atli eiga m÷guleika ß a­ ver­a ■refaldir ═slandsmeistarar

Í undanúrslitum í meistaraflokki karla vann Kári Gunnarsson TBR Róbert Þór Henn TBR 21-9 og 23-21. Atli Jóhannesson TBR vann Birki Stein Erlingsson TBR 21-12 og 21-14. Í úrslitum mætast því Atli og Kári. Í einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR systur sína, Snjólaugu, eftir oddalotu 21-18, 19-21 og 21-12. Margrét mætir í úrslitum Tinnu Helgadóttur TBR sem vann í undanúrslitum Söru Högnadóttur TBR 21-11 og 21-14. Í tvíliðaleik karla unnu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR Kristófer Darra Finnsson og Magnús Inga Helgason TBR í undanúrslitum 21-15 og 21-12. Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson unnu Egil Guðlaugsson og Ragnar Harðarson ÍA 21-14 og 23-21. Atli og Kári mæta því Daníel og Bjarka í úrslitaleik. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik 2013, Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR unnu Snjólaugu Jóhannsdóttur og Elsu Nielsen TBR í undanúrslitum 23-21 og 21-15. Tinna Helgadóttir TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH unnu Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur í hinum undanúrslitaleiknum 21-15 og 21-17. Erla Björg og Tinna mæta því Elínu Þóru og Rakel í úrslitum. Í tvenndarleik leika til úr slita Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir TBR. Atli og Tinna leika því til úrslita í þremur flokkum og geta átt möguleika á að verða þrefaldir Íslandsmeistarar en Tinna náði þeim árangri árið 2009.

Í A-flokki karla leika til úrslita í einliðaleik karla Davíð Bjarni Björnsson TBR og Sævar Ström. Í einliðaleik kvenna mætast Sigrún María Valsdóttir BH og Harpa Hilmisdóttir UMFS. Í tvíliðaleik karla eru það Davíð Bjarni Björnsson TBR og Pétur Hemmingsen TBR sem mæta Ingólfi Ingólfssyni og Sævari Ström TBR. Í tvíliðaleik kvenna mætast tvö lið frá BH Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH annars vegnar og Hrefna Rós Matthíasdóttir og Sigrún María Valsdóttir hins vegar. Í tvenndarleik leika til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir TBR og Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir TBR. Davíð Bjarni leikur því til úslita í þremur greinum og á möguleika á að verða þrefaldur Íslandsmeistari í A-flokki.

Í B-flokki leika til úrslita í einliðaleik karla Róbert Ingi Huldarsson BH og Haukur Gylfi Gíslason Samherjum. Í einliðaleik kvenna eru það Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH sem mætast í úrslitum. Í tvíliðaleik karla spila Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA gegn Róberti Inga Huldarssyni og Sigurði Eðvarð Ólafssyni BH. Í tvíliðaleik kvenna spila til úrslita mæðgurnar Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu annars vegar og hins vegar Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Í tvenndarleik mætast Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Róbert Ingi Huldarsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Þau eru því þrjú í B-flokki sem eiga möguleika á að verða þrefaldir Íslandsmeistarar í B-flokki.

Í æðstaflokki (50+) leika til úrslita í einliðaleik karla Reynir Guðmundson KR og Egill Þór Magnússon Aftureldingu. Í tvíliðaleik karla mætast þeir einnig en þar leikur Reynir með Óskari Bragasyni KR og Egill með Alexander Eðvarðssyni TBR. Einn leikur fer fram í tvenndarleik í æðstaflokki en þar mætast Egill Þór Magnússon Aftureldingu og María Thors TBR annars vegar og Gunnar Bollason og Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir TBR hins vegar. Egill Þór á því möguleika á að verða þrefaldur Íslandsmeistari í æðstaflokki.

Í heiðursflokki (60+) mætast í úrslitum Hörður Benediktsson TBR og Gunnar Bollason TBR. Í tvíliðaleik spila Hörður og Gunnar saman gegn Kjartani Nielsen og Óskari Óskarssyni TBR.

 

Skrifa­ 5. aprÝl, 2014
mg