Meistaramót Íslands í fullum gangi

Átta liða úrslit er nú hafin á Meistaramóti Íslands í Strandgötu í Hafnarfirði.

Í einliðaleik karla í meistaraflokki vann Kári Gunnarsson TBR Pálma Guðfinnsson TBR 21-7 og 21-8. Róbert Þór Henn TBR vann Ívar Oddsson TBR 21-6 og 21-13. Atli Jóhannesson vann Daníel Jóhannesson TBR eftir oddalotu 21-13, 22-24 og 21-7. Birkir Steinn Erlingsson TBR vann Egil G. Guðlaugsson ÍA 22-20 og 21-18. Í undanúrslitum mætast Kári og Róbert annars vegnar og Birkir Steinn og Atli hins vegar.

Í einliðaleik kvenna vann Tinna Helgadóttir TBR Jóhönnu Jóhannsdóttur TBR 21-7 og 21-9. Sara Högnadóttir TBR vann Sigríði Árnadóttur TBR 21-12 og 21-13. Snjólaug Jóhannsdóttir vann Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR 21-8 og 21-15. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-2 og 21-9. Í uundanúrslituum mætast Tinna og Sara annars vegnar og Snjólaug og Margrét hins vegar.

Undanúrslitin í einliðaleik í meistaraflokki fara fram klukkan 16:00 í dag. Nú eru í gangi átta liða úrslit í A-og B-flokki.

Hægt er að fylgjast með leikjum beint í gegnum Facebook síðu Badmintonsambands Íslands. 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Skrifað 5. apríl, 2014
mg