Meistaramót Íslands fer fram í Hafnarfirði um helgina

Um helgina fer Meistaramót Íslands í badminton fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið er að flestra mati hápunktur badmintonársins enda keppt um Íslandsmeistaratitlana eftirsóttu.

Til keppni eru skráðir tæplega 150 leikmenn frá sjö félögum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur koma úr TBR eða 86 en næst fjölmennastir eru heimamenn úr Hafnarfirði sem eru 29 talsins. Aðrir keppendur koma frá Aftureldingu, ÍA, KR, Samherjum og UMFS.

Gróf dagskrá helgarinnar eftirfarandi:

Föstudagur
kl.16-22 Fyrstu umferðir mótsins

Laugardagur
kl. 9-16 Átta liða úrslit
kl.15:30-19 Undanúrslit

Sunnudagur
kl. 9-12 Úrslitaleikir í A, B og öldungaflokkum
kl.14:40 Úrslitaleikir í meistaraflokki

Nánari tímasetningar og niðurröðun mótsins má finna hér.

Badmintonáhugafólk er hvatt til að líta við í Hafnarfirðinum um helgina og fylgjast með besta badmintonfólki landsins berjast um Íslandsmeistaratitlana 2014. Það er frítt inn og ljúffengar veitingar til sölu á staðnum. Þá geta áhorfendur átt von á að vinna glæsilega vinninga sem verða dregnir út á laugardag og sunnudag. 

Úrslit á Meistaramóti Íslands í badminton 2009 

Skrifað 3. apríl, 2014
mg