Leikir dagsins á Ítalíu

Íslenska U19 landsliðið hélt áfram keppni á Italian Junior mótinu í morgun.

Eiður Ísak Broddason og Margrét Finnbogadóttir spiluðu tvenndarleik gegn slóvenska parinu Zan Laznik og Nika Arih sem var raðað númer fimm inn í greinina. Eiður Ísak og Margrét töpuðu 14-21 og 9-21.

Í einliðaleik kvenna lék Margrét Jóhannsdóttir gegn Alida Chen frá Hollandi sem var raðað númer tvö inn í greinina. Margrét tapaði 17-21 og 16-21.

Í tvíliðaleik karla kepptu Daníel Jóhannesson og Sigurður Sverrir Gunnarsson gegn Pierrick Deschenaux og Joel König frá Sviss. Leikurinn fór í odd og endaði með sigri Svisslendinganna 21-14, 17-21 og 21-10.

Í tvíliðaleik kvenna kepptu Margrét Finnbogadóttir og Sigríður Árnadóttir gegn Katarina Beton og Ana Marija Setina frá Slóveníu og töpuðu 16-21 og 18-21. Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir léku gegn pari sem fékk þriðju til fjórðu röðun, Clara Azurmendi og Isabel Fernandez frá Spáni. Margrét og Sara töpuðu naumlega fyrstu lotunni 23-21. Í annarri lotunni voru þær spænsku með yfirhöndina allan tímann og henni lauk með sigri þeirra 21-15. Með því lauk þátttöku íslensku keppendanna í mótinu.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Italian Junior International.

Skrifađ 29. mars, 2014
mg