Óbreytt heimslistastađa Rögnu

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Staða Íslandsmeistarans Rögnu Ingólfsdóttur er óbreytt frá síðustu viku en hún er númer 53 á listanum og númer 19 ef aðeins eru skoðaðir leikmenn innan Evrópu.

Það er ætíð stefna Rögnu að vera sem efst á heimslistanum en líklegt er þó að það dugi henni að vera á topp 70 til að komast á Ólympíuleikana í Bejing 2008. Það kemur þó ekki endanlega í ljós fyrr en 1.maí næstkomandi hverjir tryggja sér þátttökurétt þar.

Smellið hér til að skoða heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Skrifađ 3. janúar, 2008
ALS