KBK Kbh. fellur um deild og spilar í annarri deild nćsta vetur

KBK Kbh. tapaði seinasta leik sínum í umspilinu um í hvaða lið fellur í aðra deild en liðið mætti Esbjerg ESG um helgina og endaði viðureignin með sigri Esbjerg 8-5.

Kári spilaði þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Rune Poulsen og vann 21-17 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék með Bo Rafn gegn Henrik Nedergaard Christensen og Rune Poulsen. Kári og Rafn töpuðu 19-21 og 16-21.

KBK Kbh. vann annan einliðaleik kvenna, annan og fjórða einliðaleik karla og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK Kbh. og Esbjerg ESG.

Þetta var fjórða og síðasta umferð umspilsins. KBK Kbh. endaði í fimmta sæti riðilsins og fellur því niður í aðra deild og spilar þar næsta vetur. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Skrifađ 23. mars, 2014
mg