Aalborg Triton 3 spilar áfram í Danmerkurseríunni næsta vetur

Umspilið um í hvaða lið komast upp í þriðju deild kláraðist um helgina. Þá mætti Aalborg Triton 3, lið Egils G. Guðlaugssonar í Danmerkurseríunni, Vejlby IK og tapaði 4-9.

Egill spilaði annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt og annan tvenndarleik. Tvíliðaleikinn lék hann með Mathias L. Kærsgaard gegn Brian Jørgensen og þeir unnu 21-11 og 23-21. Tvennarleikinn lék hann með Marian Andreasen gegn Rasmus Madsen og Marie Andersen. Egill og Andreasen töpuðu eftir hörkuspennandi oddalotu 17-21, 21-16 og 21-23.

Aalborg Triton 3 vann einnig annan einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá úrslit í viðureignum Aalborg Triton 3 og Vejlby IK.

Þetta var fjórða og síðasta umferð umspilsins. Aalborg Triton 3 endaði í neðsta sæti riðilsins og spilar því áfram í Danmerkurseríunni næsta vetur. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

 

Skrifað 23. mars, 2014
mg