Evrópumeistarar U17 einstaklinga

Matthew Clare og Ben Lane frá Englandi urðu í dag Evrópumeistarar U17 í tvíliðaleik karla en þetta er parið sló Davíð Bjarna Björnsson og Kristófer Darra Finnsson út úr keppninni. Davíð Bjarni og Kristófer Darri töpuðu 14-21 og 22-24 fyrir Evrópumeisturunum sem var raðað númer þrjú inn í greinina fyrir keppnina.

Evrópumeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Katarina Galenic og Maja Pavlinic frá Króatíu. Þeim var raðað númer tvö inn í greinina.

Evrópumeistarar í tvenndarleik eru Ben Lane og Jessica Pugh en þeim var raðað númer tvö inn í greinina fyrir keppnina. Lane er því tvöfaldur Evrópumeistari U17 einstaklinga.

Anders Anronsen frá Danmörku er Evrópumeistari í einliðaleik karla og Yvonne Li frá Þýskalandi er Evrópumeistari í einliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í Evrópukeppninni.

Skrifađ 23. mars, 2014
mg