Ellefu ţjálfarar á námskeiđi um helgina

Um helgina fór þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1C fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og TBR húsunum. Upphaflega áttu 16 þjálfarar að taka þátt í námskeiðinu um helgina en því miður voru fimm veðurtepptir fyrir norðan og gátu ekki verið með. Reynt verður að bjóða uppá námskeiðið fyrir þau sem fyrst svo þau geti lokið fyrsta stiginu eins og hinir.

Á námskeiðinu um helgina var farið í gegnum sex tækniatriði í verklega hlutanum og meðal annars fjallað um leikfræði og badmintonsiði og venjur í bóklega hlutanum. Einnig tóku þjálfararnir bóklegt og verklegt próf sem allir stóðust og útskrifuðust þar með af fyrsta stigi þjálfaramenntunar Badmintonsambandsins.

 

Þjálfaranámskeið 1C 2014

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau sem luku námskeiðinu um helgina. Efri röð frá vinstri: Sigurður Ólafsson, BH, Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH, Hallgrímur Þórðarson, TBV, Helgi Grétar Gunnarsson, ÍA, Róbert Ingi Huldarsson, BH, Garðar Hrafn Benediktsson, BH, Halldór Axel Axelsson, ÍA. Neðri röð frá vinstri: Kristín Sif Þórarinsdóttir, BH, Eyrún Björg Guðjónsdóttir, BH, Elín Ósk Traustadóttir, BH, Ingibjörg Sóley Einarsdóttir, BH.

Skrifađ 24. mars, 2014
mg