Davíđ Bjarni og Kristófer Darri áttu hörkuleik í átta liđa úrslitum

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu Matthaew Clare og Ben Lane frá Englandi, sem er raðað númer þrjú inn í greinina, í átta liða úrslitum í tvíliðaleik í Evrópukeppni U17 einstaklinga. Davíð Bjarni og Kristófer Darri töpuðu fyrri lotunni 14-21 en staðan var jöfn í seinni lotunni í stöðunni 22-22. Þá náðu Englendingarnir tveimur stigum í röð og okkar strákar töpuðu henni því 22-24. Þetta er glæsilegur árangur hjá strákunum að vera einir af átta sterkustu tvíliðaleikspörum í flokki U17 í allri Evrópu.

Með því hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni.

 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppninni.

Skrifađ 22. mars, 2014
mg