Tinna sigra­i ■refalt um helgina

TBR opna badmintonmótið fór fram í TBR-húsunum um helgina. Flestir af bestu badmintonmönnum og konum landsins tóku þátt í mótinu sem jafnframt var fyrsta mót keppnistímabilsins. Rúmlega 80 leikmenn í meistara, A og B flokki voru skráðir til keppni um helgina. Áhorfendur fengu að fylgjast með mörgum jöfnum og skemmtilegum leikjum.

TBR-ingurinn Tinna Helgadóttir sigraði þrefalt í meistaraflokki. Bróðir hennar Magnús Ingi Helgason sigraði í einliðaleik karla í meistaraflokki og saman léku þau til sigurs í tvenndarleik.

Úrslit allra leikja í mótinu er hægt að skoða með því að smella hér.

Yfirlit yfir sigurvegara í öllum flokkum er hægt að skoða með því að smella hér.

Ef smellt er á nöfn einstakra leikmanna er hægt að skoða heildarárangur þeirra í mótinu, fjöldi unninna leikja, lengd þeirra o.fl.

Myndir frá verðlaunaafhendingu mótsins má finna á heimasíðu TBR eða með því að smella hér.

Opna TBR badmintonmótið er hluti af Stjörnumótaröð Badmintonsambandsins. Unnið er að tæknilegum útfærslum á styrkleikalista en hann verður tengdur hér inná síðuna fljótlega. 

Skrifa­ 1. oktober, 2007
ALS