Davíđ Bjarni og Kristófer komnir áfram í tvíliđaleik

Íslensku keppendurnir spiluðu einliða- og tvíliðaleiki í Evrópukeppni U17 einstaklinga í dag.

Pálmi Guðfinnsson tapaði mjög naumlega í einliðaleik gegn Pawel Smilowski frá Póllandi eftir oddalotu 21-18, 14-21 og 20-22.

Kristófer Darri Finnson keppti gegn Wolfgang Gnedt frá Austurríki, sem raðað var númer fimm í einliðaleik karla. Kristófer Darri tapaði 12-21 og 11-21.

Harpa Hilmisdóttir spilaði gegn Ema Cizelj frá Slóveníu og tapaði 11-21 og 11-21.

Alda Karen Jónsdóttir spilaði gegn Anne Vievermans frá Hollandi og tapaði 10-21 og 18-21.

Davíð Phuong og Pálmi Guðfinnsson spiluðu tvíliðaleik gegn Torjus Flaåtten og Carl Christian Mörk frá Noregi og töpuðu 18-21 og 14-21.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson kepptu gegn Martin Cerkovnik og Urban Herman frá Slóveníu og unnu örugglega eftir oddalotu 21-12, 17-21 og 21-11.

Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nildóttir urðu að gefa sinn leik gegn Eleni Christdoulou og Staphanie Pinharry frá Kýpur.

Harpa Hilmisdóttir og Alda Karen Jónsdóttir spiluðu gegn Lisa Iversen og Marah Punter frá Ítalíu og töpuðu 15-21 og 14-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Á morgun keppa Davíð Bjarni og Kristófer Darri við Manuel Brea Folloy og Alex Castro Nogueira frá Spáni. Aðrir íslenskir keppendur hafa lokið keppni.

Skrifađ 20. mars, 2014
mg