Tap í tvenndarleik

Einstaklingskeppni Evrópukeppni U17 hófst í dag með fyrstu umferð í einliðaleik og tvenndarleik.

Davíð Phuong og Arna Karen mættu sterku pari frá Eistlandi, Mihkel Laanes og Kristin Kuuba, sem raðað er númer fimm inn í tvenndarleikinn. Davíð og Arna Karen töpuðu 8-21 og 7-21.

Davíð Bjarni Björnsson spilaði viðureign sína með Anja Janic frá Serbíu vegna forfalla Margrétar Nilsdóttur sem hann átti að spila með. Keppinautar þeirra voru Martin Cerkovnik og Cecilija Barut frá Slóveníu. Davíð Bjarni og Janic töpuðu 14-21 og 19-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Í fyrramálið hefst keppni á ný með leikjum í einliðaleik karla. Þá mætir Pálmi Guðfinnsson Pawel Smilowski frá Póllandi og Kristófer Darri Finnsson mætir Wolfgang Gnedt frá Austurríki en honum er raðað númer þrjú inn í einliðaleik karla.

Þá taka við einliðaleikir kvenna en þar mætir Harpa Hilmisdóttir Ema Cizelj frá Slóveníu og Alda Karen Jónsdóttir mætir Anne Vievermans frá Hollandi.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í keppninni.

Skrifađ 19. mars, 2014
mg