Danir eru Evrˇpumeistarar U17 landsli­a

Danir urðu í dag Evrópumeistarar U17 landsliða eftir sigur á Englendingum í úrslitum 3-1. Danir unnu einliðaleik karla, einliðaleik kvenna og tvíliðaleik karla. Englendingar unnu tvenndarleikinn. Ekki var spilaður tvíliðaleikur kvenna þar sem úrslitin voru ráðin.

Einstaklingskeppnin er nú hafin í Ankara í Tyrklandi en íslensku keppendurnir spila tvenndarleik í dag. Einstaklingskeppnin fer fram 19. - 23. mars. Í dag er keppt í fyrstu umferð í einliðaleik karla og einliðaleik kvenna auk þess sem fyrsta umferð í tvenndarleik fer fram í dag. Íslensku keppendurnir spila ekki í fyrstu umferð í einliðaleik en Davíð Phuong og Arna Karen keppa í tvenndarleik í dag og einnig Davíð Bjarni Björnsson sem spilar með Anja Janik frá Serbíu. Smellið hér til að fylgjast með leikjum dagsins Evrópukeppni Ú17 einstaklinga. 

Skrifa­ 19. mars, 2014
mg