Danir og Englendingar Ý ˙rslit Ý Evrˇpukeppni U17 landsli­a

Danir og Englendingar mætast í úrslitum Evrópukeppni U17 landsliða í Ankara í Tyrklandi á morgun. Í morgun fóru fram átta liða úrslit en þar unnu Danir Slóveníu 3-1, Frakkar unnu Rússa 3-1, Tykir unnu Svía 3-1 og Englendingar unnu Þjóðverja 3-2.

Undanúrslit voru að klárast og þar mættust Danir og Frakkar annars vegar og Tyrkir og Englendingar hins vegar. Danir unnu Frakka örugglega 3-0 og Englendingar unnu heimaþjóðina, Tyrki, einnig 3-0. Það verða því Danir og Englendingar sem mætast á morgun í úrslitum.

Einstaklingskeppnin hefst einnig á morgun. Fyrsti leikur Íslendinganna er tvenndarleikur sem Davíð Phuong og Arna Karen Jóhannsdóttir spila gegn Eistunum Mihkel Laanes og Kristin Kuuba en þeim er raðað númer fimm inn í tvenndarleikinn. Davíð Bjarni Björnsson og Margrét Nilsdóttir mæta Martin Cerkovnik og Cecilija Barut frá Slóveníu. Aðrir íslensku keppendanna eiga ekki leik fyrr en á fimmtudaginn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í einstaklingskeppninni.

Skrifa­ 18. mars, 2014
mg