═sland hafna­i Ý fjˇr­a sŠti ri­ilsins

Síðasti leikur íslenska U17 landsliðsins í Evrópukeppninni fór fram seinni partinn. Þar atti liðið kappi við lið Slóveníu og tapaði 0-5.

Í einliðaleik karla keppti Kristófer Darri Finnsson við Andraz Krapez og tapaði 21-18 og 21-19.

Í einliðaleik kvenna tapaði Harpa Hilmisdóttir fyrir Ema Cizelj 21-19 og 21-9.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson kepptu í tvíliðaleik karla við Miha Ivanic og Andraz Krapez og töpuðu 21-19 og 21-13.

Alda Karen Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir töpuðu fyrir Salehar Iza og Lia Salehar 21-12 og 21-11.

Tvenndarleikinn spiluðu Davíð Phuong og Arna Karen Jóhannsdóttir en þau töpuðu fyrir Miha Ivanic og Ema Cizelj og töpuðu 13-21 og 10-21.

Ísland endaði í fjórða sæti riðilsins og því næstsíðasta. Slóvenía vann riðilinn, Ungverjalandi lenti í öðru sæti, Kýpur hafnaði í þriðja og Slóvakía hafnaði í fimmta og síðasta sæti þrátt fyrir að vera með röðun inn í keppnina.

Á morgun fara fram átta liða úrslit og undanúrslit en á miðvikudaginn verður leikið til úrslita. Í átta liða úrslitum mæta Danir Slóvenum, Rússar mæta Frökkum, Svíar keppa við Tyrki og Þjóðverjar etja kappi við Englendinga.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni U17 landsliða.

Á miðvikudaginn hefst einstaklingskeppnin og íslensku keppendurnir taka allir þátt í henni. Smellið hér til að sjá niðurröðun í einstaklingskeppnina.

Skrifa­ 17. mars, 2014
mg