Naumt tap fyrir Kýpur

Íslenska U17 landsliðið keppti þriðja leik sinn í Evrópukeppni U17 landsliða í Ankara í Tyrklandi í morgun. Liðið mætti Kýpur og tapaði naumlega 2-3.

Pálmi Guðfinnsson spilaði einliðaleik gegn Stavros Neophytou og vann 21-16 og 21-16.

Í tvíliðaleik karla kepptu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson gegn Philippos Kneknas og Stavros Neophytou og unnu 21-16 og 21-7.

Harpa Hilmisdóttir spilaði einliðaleik gegn Stephanie Pinharry og tapaði 17-21 og 14-21.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Alda Karen Jónsdóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir. Þær töpuðu fyrir Eleni Christodoulou og Stephanie Pinharry 12-21 og 12-21.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir spiluðu tvenndarleik gegn Philippos Kneknas og Eleni Christodoulou og töpuðu 14-21 og 19-21.

Eftir þessa umferð er Ísland í þriðja sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Liðið keppir svo gegn Slóveníu klukkan 16 í dag.

Skrifađ 17. mars, 2014
mg