Glćsilegur sigur á Slóvakíu

Íslenska U17 landsliðið vann glæsilegan sigur á Slóvakíu í Evrópukeppni U17 landsliða í dag 5-0. Slóvakíu var raðað inn í keppnina.

Kristófer Darri Finnsson vann í einliðaleik Jan Balucha 21-14 og 21-11.

Harpa Hilmisdóttir vann í einliðaleik Lenka Drotarova eftir oddalotu 12-21, 21-17 og 21-18. Glæsilegur sigur hjá Hörpu eftir að hafa verið undir í oddalotunni 12-16.

Davíð Bjarni Björnsson og Pálmi Guðfinnsson unnu Jan Balucha og Richard Smatlak 21-12 og 21-13.

Harpa Hilmisdóttir og Alda Jónsdóttir unnu í tvíliðaleik Lenka Drotarova og Katarina Vargova eftir æsispennandi oddalotu 16-21, 21-18 og 22-20.

Tvenndarleikinn léku Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir gegn Richard Smatlak og Katarina Vargova. Kristófer og Margrét unnu eftir oddalotu 22-20, 17-21 og 21-15.

Glæsilegur 5-0 sigur. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun klukkan 8 gegn Kýpur en liðið keppir einnig gegn Slóveníu á morgun klukkan 16.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni U17 landsliða.

Skrifađ 16. mars, 2014
mg