Spennandi vi­ureignir Ý Evrˇpukeppni U17 landsli­a

Fyrsti leikur íslenska U17 landsliðsins í Evrópukeppninni fór fram í dag í Ankara í Tyrklandi. Liðið atti kappi við Ungverjaland og tapaði 1-4 eftir hörkuspennandi viðureignir.

Kristófer Darri Finnsson tapaði í einliðaleik gegn Marton Szerecz eftir oddalotu 13-21, 21-16 og 14-21.

Harpa Hilmisdóttir tapaði einliðaleik gegn Reka Madarasz 16-21 og 10-21.

Davíð Bjarni Björnsson og Pálmi Guðfinnsson unnu tvíliðaleik sinn gegn Daniel Kalfavy og Tomas Madarasz 21-14 og 21-14.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Harpa Hilmisdóttir og Alda Karen Jónsdóttir gegn Bianka Bukoviczki og Rebeka Kaszas og töpuðu 14-21 og 19-21.

Tvennarleikinn spiluðu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir gegn Tamas Madarasz og Reka Madarasz en þau töpuðu eftir oddalotu 21-13, 12-21 og 17-21.

Það var því naumt í mörgum leikjum og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var.

Á morgun klukkan 12 keppir íslenska U17 landsliðið við Slóvakíu sem er raðað inn í keppnina.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni U17 landsliða. Hægt er að fylgjast með leikjum liðsins á meðan þeir standa yfir á Live Score með því að smella hér.

Skrifa­ 15. mars, 2014
mg