KBK er í fimmta sćti riđilsins

KBK Kbh. vann þriðja leik sinn í umspilinu um í hvaða lið fellur í aðra deild en liðið mætti Ikast 2 um helgina og endaði viðureignin með sigri KBK 7-6.

Kári spilaði þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Mark Mohr Damgaard og tapaði 16-21 og 18-21. Tvíliðaleikinn lék með með Bo Rafn gegn Milan Ludik og Mathias L. Hansen. Kári og Rafn töpuðu naumlega eftir oddalotu 21-18, 19-21 og 19-21. Milan Lidik er frá Tékklandi og tók þátt í Iceland International 2014.

KBK Kbh. vann annan og fjórða einliðaleik karla, anna tvíliðaleik kvenna, fyrsta og þriðja tvílðaleik karla og báða tvenndarleikina.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK Kbh. og Ikast 2.

Þetta var þriðja og næstsíðasta umferð umspilsins. KBK Kbh. spilar næst laugardaginn 22. mars gegn Esbjerg ESG.

KBK er í fmmta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

 

Skrifađ 11. mars, 2014
mg