Aalborg Triton 3 tapađi fyrir Gug 2

Umspilið um í hvaða lið komast upp í þriðju deild hélt áfram um helgina. Þá mætti Aalborg Triton 3, lið Egils G. Guðlaugssonar í Danmerkurseríunni, Gug 2 og tapaði 4-9.

Egill spilaði ekki með liði sínu í þessari viðureign en Aalborg Triton 3 vann annan og þriðja einliðaleik karla, fyrri tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá úrslit í viðureignum Aalborg Triton 3 og Gug 2.

Þetta var þriðja umferð umspilsins. Aalborg Triton 3 spilar næst laugardaginn 22. mars gegn Vejlby IK (N).
Aalborg Triton 3 er nú í áttunda og síðasta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

 

Skrifađ 11. mars, 2014
mg