Br°ndby Strand vann HumlebŠk

Umspilið um í hvaða lið komast upp í þriðju deild hélt áfram um helgina. Þá mætti Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, Humlebæk og vann 7-6.

Magnús Ingi spilaði áfram fyrsta einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla. Mótherji hans í einliðaleiknum var Kristian Skov. Magnús Ingi tapaði eftir oddalotu 21-10, 8-21 og 13-21. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Frank Johannsen gegn Rasmus Lund og Peter La Cour. Magnús og Johannsen unnu 21-13 og 21-19.

Brøndby Stand vann einnig annan, þriðja og fjórða einliðaleik karla, annan tvenndarleik, og alla þrjá tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Stand og Humlebæk.

Þetta var þriðja umferð umspilsins af fjórum. Brøndby Strand spilar næst laugardaginn 22. mars gegn Holte 2.

Brøndby Stand fór eftir þessa umferð upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti í riðlinum. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Skrifa­ 11. mars, 2014
mg