Stađa landsliđsţjálfara er laus til umsóknar

Badmintonsamband Íslands auglýsir stöðu landsliðsþjálfara lausa til umsóknar.

Landsliðsþjálfari vinnur náið með Afreks- og landsliðsnefnd og sér um þjálfun A-landsliðsins, U19 og U17 ára landsliða auk æfingabúða fyrir U15 og U13. Þá sér hann um val í landsliðshópa og landslið.

Landsliðsþjálfari fer í allar landsliðsferðir unglinga og fullorðinna og er einnig fararstjóri í þeim ferðum.

Hæfniskröfur

Þjálfaramenntun
Reynsla af iðkun og keppni í badmintoni
Íþróttakennaramenntun kostur

Upplýsingar um starfið veitir Kristján Daníelsson formaður BSÍ í síma 779-9001.

Áhugasamir sendi inn upplýsingar og ferilskrá til bsi@badminton.is. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 28. mars. 

Skrifađ 13. mars, 2014
mg