Íslandsmót unglinga - fyrri dagur

Íslandsmót unglinga í badminton fer fram í TBR nú um helgina.

Fyrri dagur mótsins var í dag, laugardag. Mótið hefur gengið mjög vel og leikir hafa verið spennandi og margir endað með óvæntum úrslitum. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Í dag hefur verið spilað í öllum flokkum fram að undanúrslitum. Undanúrslit hefjast klukkan 9 í fyrramálið og úrslit klukkan 12:30.
 
Keppt verður í flokki U11 á morgun og hefjast leikir klukkan 12:30. Þátttakendur í flokknum fá allir viðurkenningapening fyrir þátttökuna.

 

Áætluð mótslok á morgun eru klukkan 16.

Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Badmintonsambands Íslands.

Skrifað 8. mars, 2014
mg