═■rˇttama­ur ßrsins - Ragna n˙mer ■rj˙

Í kvöld var gert opinbert hver hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins 2007. Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins og í ár var það Margrét Lára Viðarsdóttir sem hlaut þennan eftirsótta titil.

Íslandsmeistarinn í badminton og Badmintonkona ársins 2007 Ragna Ingólfsdóttir var ein af tíu efstu í kjörinu og endaði í 3.sæti í kjörinu. Aldrei hefur badmintonmaður orðið svo ofarlega í kjöri íþróttafréttamanna. Ragna hefur náð frábærum árangri hér heima og erlendis á árinu. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari ásamt því að sigra í einliðaleik á tveimur alþjóðlegum mótum og í tvíliðaleik á einu. Hún komst hæðst í 37.sæti heimslistans á árinu og 14.sæti evrópulistans.

Efstu menn í kjöri íþróttamanns ársins árið 2007 eru eftirfarandi:

1.  Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna
2.  Ólafur Stefánsson, handknattleikur
3.  Ragna Ingólfsdóttir, badminton
4.  Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
5.  Birgir Leifur Hafþórsson, golf
6.  Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
7.  Örn Arnarsson, sund
8.  Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna
9.  Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleikur
10. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund

Skrifa­ 28. desember, 2007
ALS