TBR Ofurhetjurnar unnu A-deildina

Síðustu leikjum í A-deild í Deildakeppni BSÍ 2014 lauk rétt í þessu.

TBR Ofurhetjurnar urðu í fyrsta sæti og þar með Íslandsmeistarar í A-deild eftir æsispennandi úrslitaleik gegn TBR Geitungum. Leiknum lauk með jafntefli og jafn mörgum lotum unnum. Úrslitin réðust því á heildarstigafjölda en TBR Ofurhetjurnar fengu samtals 283 stig en TBR Geitungar 267 í úrslitaleiknum. Í þriðja sæti urðu BH Ungir og í fjórða sæti TBR Sigur.

 

Íslandsmeistarar í A-deild 2014 - TBR Ofurhetjurnar

 

Í fimmta til sjötta sæti urðu ÍA/UMFS og BH Keppnis en jafntefli varð á milli þeirra, jafn margar sigraðar lotur og jafn mörg heildarstig í leik þeirra um fimmta sætið. Í sjunda sæti urðu TBR Púkar og í áttunda TBR Jaxlar-A.

Lokaumferð er nú í gangi í meistaradeild og B-deild.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í A-deild.

Skrifað 23. febrúar, 2014
mg