Deildakeppni BSÍ - annar dagur

Öðrum degi Deildakeppni Badmintonsambandsins lauk rétt í þessu. Margar spennandi viðureignar voru spilaðar í dag og á morgun ræðst hvaða lið verða Íslandsmeistarar liða 2014.

Smellið hér til að sjá myndir af liðunum sem keppa á Deildakeppninni 2014.
Úrslitaleikir fara fram á morgun, sunnudag.

Í meistaradeild er TBR Öllarar efstir með fimm stig eftir þrjár viðureignir. BH/ÍA Landsbyggðin er í öðru sæti einnig eftir þrjár viðureignir. TBR Topparnir eru í þriðja sæti, TBR Svanirnir í fjórða og TBR Sigurrós í fimmta en þau lið hafa spilað tvo leiki og eiga því einn til góða. Spilaðar verða tvær umferðir í meistaradeild á morgun, fyrri klukkan 11 og seinni klukkan 15.

Í A-deild spila BH Ungir gegn TBR Ofurhetjunum og TBR Sigur gegn TBR Geitungum um 1. - 4. sætið. Um 5. - 8. sætið spila TBR Púkar og ÍA/UMFS annars vegar og TBR Jaxlar-A og BH Keppnis hins vegar.
Í B-deild eru TBR Hákarlar vinir Aftureldingar í fyrsta sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki og í öðru sæti eru TBR Jaxlar-B einnig eftir þrjá leiki. Þrjú lið eiga leik til góða og spila tvær umferðir á morgun en það eru BH Sólveig og dvergarnir sjö sem eru í þriðja sæti, BH Naglar í fjórða sæti og KR í fimmta sæti. Á morgun eru tvær umferðir í B-deild, önnur klukkan 11 og hin klukkan 15.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Smellið hér til að sjá niðurraðanir og tímasetningar leikja á morgun, sunnudag.

Verðlaunaafhending fer fram á morgun að leikjum loknum um klukkan 17.
Keppni hefst á morgun, sunnudag, klukkan 9 með undanúrslitaleikjum í A-deild.

Skrifað 22. febrúar, 2014
mg