Úrslit Landsbankamóts ÍA

Landsbankamót ÍA var haldið um helgina en mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir og úrslit úrslitaleikja:

Í flokki U13 sigraði Magnús Daði Eyjólfsson KR eftir að hafa sigrað Davíð Örn Harðarson ÍA eftir oddalotu 21-19, 21-23 og 21-18 í úrslitaleik í einliðaleik hnokka. Lív Karlsdóttir TBR vann í úrslitum Björk Orradóttur TBR, einnig í oddalotu, í einliðaleik táta 22-20, 18-21 og 21-12. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA Brynjar Má Ellertsson ÍA og Magnús Daða Eyjólfsson í úrslitum 21-14 og 21-12. Í tvíliðaleik táta unnu Katrín Vala Einarsdóttir og Una Hrund Örvar BH í úrslitum Evu Margit Atladóttur og Lív Karlsdóttur TBR 22-20 og 21-16. Í tvenndarleik unnu Andri Broddason og Erna Katrín Pétursdóttir í úrslitum Brynjar Má Ellertsson og Katrínu Evu Einarsdóttur ÍA 25-23 og 21-14.

Í flokki U15 vann Eysteinn Högnason TBR í úrslitum Daníel Ísak Steinarsson BH í einliðaleik sveina eftir oddalotu 11-21, 21-16 og 21-19. Þórunn Eylands TBR vann í úrslitum Andreu Nilsdóttur TBR 21-11 og 21-19 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Daníel Ísak Steinarsson og Þórður Skúlason BH en þeir unnu í úrslitum Elís Þór Dansson og Kristinn Breka Hauksson Aftureldingu 21-18 og 21-13. Í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR eftir úrslitaleik gegn Þórunni Eylands TBR og Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA 21-9 og 21-15. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson BH og Andrea Nilsdóttir TBR en þau unnu í ústlitum Andra Snæ Axelsson og Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA eftir oddalotu 21-12, 12-21 og 22-20.

Í flokki U17 vann Róbert Ingi Huldarsson BH í úrslitum Steinar Braga Gunnarsson ÍA 21-15 og 21-17 í einliðaleik drengja. Alda Jónsdóttir TBR vann Hörpu Hilmisdóttur UMFS í úrslitum í einliðaleik telpna 21-17 og 26-24. Í tvíliðaleik drengja unnu Kolbeinn Brynjarsson og Pálmi Guðfinnsson TBR Andra Árnason TBR og Steinar Braga Gunnarsson ÍA 21-14 og 22-20. Í tvíliðaleik telpna unnu Lína Dóra Hannesdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir UMFS í úrslitum Öldu Jónsdóttur og Margréti Nilsdóttur TBR 21-14 og 21-14. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR þau Vigni Haraldsson og Öldu Jónsdóttur TBR í úrslitum 21-14 og 21-19.

Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR Daníel Jóhannesson TBR í úrslitum eftir oddalotu 16-21, 21-6 og 21-17 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Sigríður Árnadóttir en spilað var í riðli í þessum flokki. Í tvíliðaleik pilta unnu Daníel Jóhannesson og Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR Eið Ísak Broddason og Kristófer Darra Finnsson í úrslitum eftir oddalotu 9-21, 21-16 og 21-16. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Jóna Kristín Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR Aldísi Lind Benediktsdóttur og Alexöndru Ýr Stefánsdóttur ÍA 21-4 og 21-7. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR Sigurð Sverri Gunnarsson og Jónu Kristínu Hjartardóttur TBR eftir oddalotu 16-21, 21-12 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Landsbankamóti ÍA.

Smellið hér til að sjá styrkleikalista unglinga.

Skrifað 17. febrúar, 2014
mg