Danir komu, sáu og sigruðu

Danir urðu tvöfaldir Evrópumeistarar í dag er þeir unnu bæði Evrópukeppni karlalandsliða og Evrópukeppni kvennalandsliða.

Karlalandslið þeirra vann England 3-1 en þeir unnu báða tvíliðaleikina og annan einliðaleikinn. Mathias Boe og Carsten Mogensen unnu Chris Adcock eftir oddalotu 21-17, 19-21 og 21-14. Mads Conrad-Petersen og Mads Pieler Kolding unnu Chris Langridge og Peter Mills 2-15 og 21-19. Viktor Axelsen vann Toby Penty 21-13 og 21-8. Englendingar unnu fyrri einliðaleik karla þegar Rajiv Ouseph vann Hans-Kirstian Vittinghus 21-13 og 21-16.

Kvennalandslið Dana vann Rússa 3-0 en þær unnu alla einliðaleikina. Line Kjærsfeldt vann Natalia Perminova 21-17 og 21-14. Sandra-Maria Jensen vann Ella Diehl 21-13 og 21-16. Mia Blichfeldt vann Anastasia Chervaykova 21-16 og 21-19.
Skrifað 16. febrúar, 2014
mg