Undanúrslit í Evrópukeppninni fóru fram í dag

Í dag fóru undanúrslit fram í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða.

Í karlakeppninni léku Englendingar gegn Þjóðverjum og unnu frækinn sigur 3-1 með því að vinna fyrsta einliðaleik karla og báða tvíliðaleiki karla. Rajiv Ouseph vann Marc Zwiebler eftir oddalotu 21-13, 17-21 og 21-16, Chris Adcock og Anrew Ellis unnu Michael Fuchs og Johannes Schoettler 21-19 og 21-19, Chris Langridge og Peter Mills unnu Peter Kaesbauer og Ingo Kindervater eftir oddalotu 19-21, 21-17 og 21-18. Þjóðverjar unnu annan einliðaleik karla en Dieter Domke vann Toby Penty 21-18 og 21-17.

Danir unnu Finna örugglega 3-0 en þeir unnu fyrsta og annan einliðaleik karla og fyrri tvíliðaleik karla. Hans-Kristian Vittinghus vann Ville Lang 21-13 og 21-15, Viktor Axelsen vann Eetu Heino eftir oddalotu 21-11, 14-21 og 21-5, Mathias Boe og Carsten Mogensen unnu Iikka Heino og Anton Kaisti 21-13 og 21-3.

Í kvennakeppninni var viðureign Rússa og Þjóðverja mjög jöfn sem lauk með sigri Rússa 3-2. Rússar unnu annan og þriðja einliðaleik kvenna auk tvíliðaleiks kvenna. Ella Diehl vann Olga Konon 21-19, 9-21 en Konon gaf leikinn í oddalotunni þegar hún var 0-2 undir, Anastasia Chervaykova vann Fabienne Deprez 25-23 og 21-19, Ekanerina Bolotova og Anastasia Chervaykova unnu Johanna Goliszewski og Birgit Michels eftir oddalotu 21-16, 19-21 og 21-19. Þjóðverjar unnu fyrsta einliðaleik kvenna þegar Karin Schnaase vann Natalia Perminova eftir oddalotu 21-13, 20-22 og 21-16 og svo unnu þeir annan tvíliðaleik kvenna þegar Isabel Herttrich og Carla Nelte unnu Olga Morozova og Nina Vislova einnig eftir oddalotu 21-16, 18-21 og 21-18.

Danir unnu Búlgara 3-1 en þeir unnu fyrsta og annan einliðaleik kvenna og annan tvíliðaleik kvenna. Line Kjærsfeldt vann Petya Nedelcheva 21-6 og 25-23, Sandra-Maria Jensen vann Linda Zetchiri 21-14 og 21-15, Line Damkjær Kruse og Marie Roepke unnu Petya Nedelcheva og Linda Zetchiri eftir oddalotu 21-16, 16-21 og 21-15. Búlgarar unnu þriðja einliðaleik kvenna þegar Stefani Stoeva vann Mia Blichfeldt eftir oddalotu 21-15, 21-23 og 21-14.

Á morgun leika því til úrslita í karlakeppninni Danir og Englendingar og í kvennakeppninni Danir og Rússar.

Skrifað 15. febrúar, 2014
mg