Átta liða úrslit í Evrópukeppninni

Átta lönd komust áfram í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða.

Í Evrópukeppni karlalandsliða etja kappi í dag Úkraína og Þýskaland, Danmörk og Rússland, Frakkland og England og Finnland og Svíþjóð. Þessi lönd hafa nú þegar hafið keppni um hvaða lönd komast áfram í undanúrslit.

Í Evrópukeppni kvennalandsliða etja kappi í dag England og Þýskaland, Búlgaría og Úkraína, Frakkland og Rússland og Danmörk og Spánn. Þessi lönd spila seinna í dag um hvaða lönd komast í undanúrslit.

Smellið hér til að sjá leiki dagsins.

Íslenski hópurinn leggur af stað til Íslands á morgun, laugardag.

Skrifað 14. febrúar, 2014
mg