Karlalandsli­i­ hefur loki­ keppni

Þriðji og síðasti leikur íslenska karlalandsliðsins í badminton í Evrópukeppninni var í morgun gegn Englandi. Leiknum lauk með sigri Englands 5-0.

Fyrsta viðureignin var einliðaleikur sem Kári Gunnarsson lék gegn Toby Penty. Kári tapaði eftir oddalotu 15-21, 28-26 og 21-6.

Atli Jóhannesson tapaði mjög naumlega öðrum einliðaleiknum, sem hann lék gegn Rhys Walker 20-22 og 19-21.

Þriðja einliðaleikinn spilaði Róbert Þór Henn gegn Ben Beckman. Róbert tapaði 12-21 og 17-21.

Atli Jóhannesson og Jónas Baldursson spiluðu fyrri tvíliðaleikinn gegn Chris Langridge og Peter Mills og töpuðu 6-21 og 10-21.

Seinni tvíliðaleikinn léku Daníel Thomsen og Róbert Þór Henn gegn Marcus Ellis og Tom Wolfenden. Daníel og Róbert töpuðu 12-21 og 16-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Ísland lenti í fjórða og síðasta sæti riðilsins og hefur nú lokið keppni. England varð í fyrsta sæti riðilsins, Skotland í öðru og Belgía í þriðja. England komst því upp úr riðlunum eftir að hafa sigrað alla sína leiki. Leikir í riðlunum lýkur í kvöld og þá má sjá hvaða sex lönd halda áfram keppni.

Í dag klukkan 13 mætir íslenska kvennalandsliðið Þýskalandi.

Skrifa­ 13. febr˙ar, 2014
mg