Flottur sigur á Lettum

Annar leikur íslenska kvennalandsliðsins í badminton í Evrópukeppninni var í dag gegn Lettlandi. Leiknum lauk með sigri Íslands 4-1.

Fyrsta viðureignin var einliðaleikur sem Margrét Jóhannsdóttir lék gegn Monika Radovska. Margrét vann í tveimur lotum 21-11 og 22-20.

Annan einliðaleikinn spilaði Tinna Helgadóttir gegn Ieva Pope. Tinna tapaði 15-21 og 13-21.

Snjólaug Jóhannsdóttir spilaði þriðja einliðaleikinn gegn Kristine Sefere og vann 23-21 og 21-18.

Rakel Jóhannsdóttir og Margrét Jóhannsdóttir spiluðu fyrri tvíliðaleikinn gegn Ieva Pope og Jaketerina Romanova og unnu 21-16 og 21-17.

Annan tvíliðaleikinn spiluðu Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir gegn Monika Radovska og Kristine Sefere. Tinna og Snjólaug unnu 21-14 og 21-18. Með því innsigluðu þær sigur Íslands 4-1.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Á morgun mætir kvennalandsliðið Þýskalandi klukkan 13 en það er síðasti leikur liðsins í keppninni.

Klukkan 9 mætir íslenska karlalandsliðið Englandi.

Skrifað 12. febrúar, 2014
mg