0-5 tap fyrir Skotlandi

Annar leikur íslenska karlalandsliðsins í badminton í Evrópukeppninni var í morgun gegn Skotlandi. Leiknum lauk með sigri Skotlands 5-0.

Fyrsta viðureignin var einliðaleikur sem Kári Gunnarsson lék gegn Kieran Merrilees. Kári tapaði 16-21 og 9-21.

Atli Jóhannesson tapaði öðrum einliðaleiknum sem hann lék gegn Matthew Carder, sem tók þátt í Iceland International 2014. Leikurinn fór í odd og endaði með því að Atli tapaði eftir að hafa verið með forystu nánast alla oddalotuna 25-23, 18-21 og 19- 21.

Þriðja einliðaleikinn spilaði Jónas Baldursson gegn Martin Campbell sem einnig tók þátt í Iceland International 2014. Jónas tapaði 16-21 og 9-21.

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson spiluðu fyrri tvíliðaleikinn gegn Robert Blair og Paul Van Rietvelde og töpuðu 12-21 og 12-21.

Seinni tvíliðaleikinn léku Daníel Thomsen og Róbert Þór Henn gegn Martin Campbell og Patrick Machugh sem er okkur vel kunnugir frá Iceland International 2012 og 2014. Daníel og Róbert töpuðu 11-21 og 13-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Á morgun spilar karlalandsliðið seinasta leik sinn og mæta þá Englandi klukkan 9.

Í dag klukkan 13 mætir íslenska kvennalandsliðið Lettlandi.

Skrifað 12. febrúar, 2014
mg