Naumt tap fyrir Spáni

Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í badminton í Evrópukeppninni var í dag gegn Spáni. Leiknum lauk með sigri Spánar 3-2.

Fyrsta viðureignin var einliðaleikur sem Margrét Jóhannsdóttir lék gegn Carolina Marin. Margrét tapaði 8-21 og 15-21.

Önnur viðureignin var einliðaleikur sem Sara Högnadóttir lék gegn Beatriz Corrales. Sara tapaði 10-21 og 10-21.

Tinna Helgadóttir spilaði þriðja einliðaleikinn gegn Clara Azurmendi og vann 21-15 og 27-25.

Rakel Jóhannsdóttir og Margrét Jóhannsdóttir spiluðu fyrsta tvíliðaleik gegn Beatriz Corralos og Laura Samaniego og unnu eftir oddalotu 23-21, 13-21 og 21-14.

Úrslitaleikinn, annan tvíliðaleik, spiluðu Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir gegn Clara Azurmendi og Carolina Marin. Tinna og Snjólaug töpuðu 21-14 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Á morgun mætir kvennalandsliðið Lettlandi klukkan 13. Klukkan 9 mætir íslenska karlalandsliðið Skotlandi.

Skrifað 11. febrúar, 2014
mg