Ísland vann Færeyjar í vináttulandsleik

Vináttulandsleikur milli Íslands og Færeyja fór fram í TBR húsunum í gær. Ísland vann leikinn 3-1 en Færeyjar gáfu síðustu viðureignina, tvíliðaleik kvenna.

A-landsliðið var farið til Basel í Sviss til að taka þátt í Evrópukeppni kvenna- og karlalandsliða og því tefldi Ísland fram B-liði sínu.

Eiður Ísak Broddason vann einliðaleik karla, Sigríður Árnadóttir vann einliðaleik kvenna, Kristófer Darri Finnsson og Harpa Hilmisdóttir unnu tvenndarleikinn en Daníel Jóhannesson og Sigurður Sverrir Gunnarsson töpuðu tvíliðaleik karla.

Allir leikirnir kláruðust í tveimur lotum.

Skrifað 10. febrúar, 2014
mg