Vináttulandsleikur milli Íslands og Færeyja

Vináttulandsleikur í badminton milli Færeyja og Íslands fer fram á sunnudaginn.

A-landslið Íslands verður í Sviss þar sem það tekur þátt í Evrópukeppni kvenna- og karlalandsliða og því mætir B-landslið Íslands A-landsliði Færeyja í þessum vináttuleik.

Liðið skipa Elín Þóra Elíasdóttir TBR, Erla Björg Hafsteinsdóttir BH, Sigríður Árnadóttir TBR, Birkir Steinn Erlingsson TBR, Bjarki Stefánsson TBR og Ragnar Harðarson ÍA.

Leikurinn fer fram í TBR húsunum klukkan 13 og er aðgangur ókeypis.

Skrifað 7. febrúar, 2014
mg