Þjálfaranámskeið í Danmörku, Finnlandi og Færeyjum

Badmintonsamband Íslands óskar eftir þjálfurum til að taka þátt í þjálfaranámskeiðum sem haldin verða í sumar. Um er að ræða:
  •  Sumarskóla Badminton Europe í Vejen í Danmörku 19. - 26 júlí
  • Nordic Camp í Finnlandi 6. - 10. ágúst
  • Æfingabúðir í Færeyjum 10. - 16. ágúst 

Þjálfararnir verða jafnframt fararstjórar íslensku krakkanna sem verða valin til að taka þátt í þessum verkefnum.

Sumarskóli Badminton Europe 

Þjálfaranámskeiðin eru á kostnað BSÍ.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Margréti.

Skrifað 4. febrúar, 2014
mg