Br°ndby Strand vann fyrsta leikinn Ý umspilinu

Umspilið um í hvaða lið komast upp í þriðju deild hófst í gær. Þá mætti Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, Herlev/Hjorten og vann 8-5.

Magnús Ingi spilaði áfram fyrsta einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla. Mótherji hans í einliðaleiknum var Nicklas Laursen. Magnús Ingi vann eftir oddalotu 21-13, 21-16 og 21-18. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Frank Johannsen gegn Anders Friis og Nicklas Laursen. Magnús og Johannsen unnu 21-16 og 21-16.

Brøndby Stand vann einnig annan og þriðja einliðaleik karla, fyrsta tvenndarleik, fyrsta einliðaleik kvenna og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Stand og Herlev/Hjorten.

Þetta var fyrsta umferð umspilsins. Brøndby Strand spilar næst 23. febrúar gegn Holbæk 3.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 3. febr˙ar, 2014
mg