Jólamót trimmara

Opið Jólamót í trimmflokki verður haldið í TBR-húsum sunnudaginn 30.desember næstkomandi. Keppt verður í tvíliðaleik. Leikmenn eru dregnir saman í hverri umferð. Þátttaka er öllum badmintontrimmurum 18 ára og eldri heimil. Keppni hefst kl. 11.00. Skráning fer fram á staðnum og er mótsgjald er kr. 1.150. Nú er um að gera að enda árið með stæl og taka þátt í skemmtilegu tvíliðaleiksmóti. Það er Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sem hefur veg og vanda að skipulagningu mótsins.
Skrifađ 28. desember, 2007
ALS