Úrslit Iceland International

Iceland International mótið var nú haldið í 17. sinn og var í ár hluti af Reykjavík International Games. Aldrei hafa jafn margir keppendur tekið þátt en 110 keppendur frá 21 landi tóku þátt. Alls voru spilaðir 135 leikir á meðan mótið stóð yfir, frá fimmtudegi til sunnudags.

Enginn keppenda komst í úrslit í fleiri en einni grein. Margir ungir spilarar tóku þátt en Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir komust lengst íslensku keppendanna í mótinu. Þær komust í úrslit í tvíliðaleik kvenna en töpuðu fyrir Sarah Thomas og Carissa Turner frá Wales 11-21 og 8-21, en þær eru númer 79 á heimslistanum. Margrét og Sara geta vafalaust sett þessa reynslu í reynslubankann.

Alexander Bond og Ditte Soby Hansen frá Danmröku unnu tvenndarleikinn en þau unnu allar lotur sem þau spiluðu á mótinu. Þau eru ungir leikmenn með framtíðina fyrir sér. Í úrslitum léku þau gegn Niclas Mathiasen og Cecilie Bjergen frá Danmörku og unnu 21-9 og 21-13.

Í einliðaleik karla vann Malasíubúinn Beryno Jiann Tze Wong (5) sem bara sigur úr bítum en hann vann í úrslitum Kian Andersen (7) frá Denmark 21-19 og 21-13. Andersen sló Kára Gunnarsson út úr mótinu.

Í einliðaleik kvenna vann Airi Mikkela frá Finnlandi en hún vann Akvile Stapusaityte (4) frá Litháen eftir oddalotu 21-14, 18-21 og 21-11. Þetta er í annað skipti sem Akvile tapar í úrslitum á Iceland International en hún hefur einnig tapað fyrir Rögnu Ingólfsdóttur.

Í tvíliðaleik karla stóðu Martin Campbell og Patrick Machugh frá Skotlandi uppi sem sigurvegarar en þeir unnu Þjóðverjana Mattijs Dierickx og Freek Golanski eftir æsispennandi leik sem endaði með oddalotu 21-15, 12-21 og 21-12.

Mótið var mjög vel heppnað en um 60 starfsmenn komu að framkvæmd mótsins.

Til að sjá fleir úrslit Iceland International smellið hér.

Sjá má myndir og video af mótinu á Facebook síðu Badmintonsambands Íslands.

Skrifað 26. janúar, 2014
mg