Margrét og Sara eru komnar í úrslit

Sara og Margrét sigruðu Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapelton í háspennuleik. Allar loturnar enduðu 21 - 19 en Sara og Margrét unnu þá fyrstu og þær N-Sjálensku þá næstu. Í þeirri síðustu höfðu N-Sjálensku stúlkurnar yfir höndina nær alla lotuna en voru þó aldrei meir en tveimur stigum á undan. Í stöðunni 17 - 19 tóku Sara og Margrét leikinn yfir og kláruðu lotuna 21 - 19. Frábær íslenskur sigur. Þær mæta Sarah Thomas og Carissa Turner Skotlandi sem komust í úrslit eftir sigur á Caroline Black og Sinead Chambers Írlandi í teimur lotum 21 - 11 og 21 - 14.

Milan Ludik Tékklandi og vann Kian í tveimur settum 21 - 15 og 21 - 12. Í hinum undanúrslitaleiknum áttust við Beryni J. Tze Wong (5) Malasíu og Kasper Lehikoinen (6) Finnlandi í hörku leik sem fór í oddalotu en leikar endu þannig að Wong vann 19 -21, 23 -21 og 21 - 19. Það verða því Beryni J. Tze Wong (5) Malasíu og Kian Anderson (7) Danmörku sem leika til úrslita á Iceland International RIG.

Í undanúrslitum í tvenndarleik á Iceland International RIG öttu Dönsk pör kappi við pör frá Nýja Sjálandi. Nicklas Mathiassen og Cecilie Bjergn Danmörku sigruðu Oliver og Susannah Leydon-Davis N-Sjálandi 21 - 19 og 21 - 19 og hinni viðureigninni sigruðu Alexander Bond og Ditte Soby Hansen Danmörku þau Kevin Dennerly-Minturn og Madeleine Stapelton N-Sjálandi 21 - 16 og 21 - 19. Það verður því danskur úrslitaleikur í tvenndarleik á morgun.

Í einliðaleik kvenna leikur Akvile Stapusaityte (4) Lithánen gegn Airi Mikkela Finnlandi. Akvile Stapusaityte (4) Lithánen sigraði Nanna Vainio Finnlandi í oddalotu 21 - 9, 9 - 21 og 21 - 16 á meðan Airi Mikkela Finnlandi sigraði Sia Emilie Berg Danmörku 21 - 13 og 21 - 15. Þetta verður í annað sinn sem Akvile Stapusaityte (4) Lithánen leikur til úrslita á mótinu en árið 2011 tapaði hún fyrir Rögnu Ingólfsdóttur í úrslitum.

Báðir undanúrslitaleikirnir í tvíliðaleik karla fóru í oddalotur. Martin Campell og Patrick Machugh Skotlandi léku gegn Wirawan Ihan Adam og Ellen Frederika Seiawan Indónesíu og báru Skotarnir sigur úr bítum en eftir að hafa tapað fyrstu lotunni 22 - 20 snéru þeir leiknum sér í hag og unnu næstu tvær lotur 7 - 21 og 17 -21. Í hinni viðureigninni léku Joe Morgan og Nic Strange Wales gegn Mattijs Dierickx og Freek Golinski Belgíu. Það var ekki fyrr en í lok hverrar lotu sem úrslit réðust en það voru Belgarnir Mattijs Dierickx og Freek Golinski sem stóðu uppi sem sigurvegarar 21 - 18, 15 - 21 og 21 - 15 og leika þeir því gegn Martin Campell og Patrick Machugh Skotlandi á morgun.

Úrslitaleikirnir verða leiknir á morgun og verður leikið eins og hér segir: Kl. 10 verður leikið til úrslita í tvenndarleik og tvíiðaleik karla, síðan í kjölfarið verður leikið í tvíliðaleik kvenna og einliðaleik kvenna. Mótið endar síðan á einliðaleik karla. Reikna má með því að Sara og Margrét leiki til úrslita kl. 10:45.

 

Skrifað 25. janúar, 2014
mg