Iceland International - dagur 3

Leikir á þriðja degi Iceland International badmintonmótsins, hluti af RIG14 hófust kl.10 í morgun í TBR húsinu.
 
Mótið hófst á leikjum í 8 liða úrslitum í tvenndarleik en þar kepptu tvö íslensk pör. Egill G. Guðlaugsson og Elín Þ. Eliasdóttir léku gegn A. Bond og D. Soby frá Danmörku og töpuðu Egill og Þóra í tveimur lotum 21 - 7 og 21 - 7. Þá léku Ragnar Harðarson og Brynja Pétursdóttir  gegn Oliver og Susannah Leydon-Davis N-Sjálandi og töpuðu Ragnar og Brynja einnig í tveimur lotum 21 - 6 og 21 - 14.
 
Einnig eru Nicklas Mathiassen og Cecilie Bjergn frá Danmörku og Kevin Dennerly-Minturn og Madeleine Stapelton  frá N-Sjálandi kominn í fjögura liða úrslit.  
 
Þá er 8 manna úrslitum í einliðaleik karla lokið. Það urðu óvænt úrslit í 8 manna úrslitum því Kian Andersen (7) Danmörku vann Maxime Moreels (1) Belgíu í tveimur lotum 21 - 15 og 21 - 13 en Kian var raðað inn númer sjö inn í mótið en Maxime númer eitt.  Beryno J. Tze Wong (5) Malasíu vann  Luka Wraber (2) Austurríki 21 -14 og 21-16. Kasper Lehikoinen (6) Finnlandi vann Jordy Hilbink (3)Hollandi 21 - 16 og 23 - 21 og Milan Ludik Tékklandi vann David Kim Kristensen Danmörku 21 - 15, 17 - 21 og 21 - 17 en hvorugur þeirra var með röðun inn í mótið. Í undanúrslitum leika Kian Andersen (7) Danmörku og Milan Ludik Tékklandi annarsvegar og Beryno J. Tze Wong (5) Malasíu mætir Kasper Lehikoinen (6) Finnlandi.  
 
Átta manna úrsltum í einliðaleik kvenna er lokið. Margrét Jóhannsdóttir lék mjög vel í dag en það dugði þó ekki gegn Akvile Stapusaityte (4) Litháen sem hafði betur í þremur lotum 17 - 21, 21- 16 og 21 - 10. Þá eru Nanna Vainio Finnlandi, Sia Emilie Danmörku og Airi Mikkela Finnlandi komar í undanúrslit og mætast Sia Emilie Danmörku og Airi Mikkela Finnlandi annarsvegar og Akvile Stapusaityte (4) Litháen og Nanna Vainio Finnlandi.
 
Á facebook síðu er hægt að sjá myndir, videóklippur og frekari fréttir frá mótinu; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104
 
 
#rig14 
Skrifað 25. janúar, 2014
mg