Iceland International - dagur 2

Öðrum degi á Iceland International í badminton er lokið. Mótið er hluti af Reykjavik International Games.

Þeir íslendingar sem komust áfram í dag eru þau Ragnar Harðarsson og Brynja Pétursdóttir og Egill Guðlaugsson og Elín Þóra Elíasdóttir í tvenndarleik.

Margrét Jóhannsdóttir er ein íslendinga inni í einliðaleik kvenna.

Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson eru eina íslenska parið í tvíliðaleik karla sem eru inni í mótinu og þær Elín Þóra Elíasd óttir og Rakel Jóhannesdóttir og þær Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir eru komnar áfram í tvíliðaleik kvenna.

Fylgjast má með úrslitum á; http://tournamentsoftware.com/sport/matches.aspx?id=800117F5-096A-4C67-985A-60B59970853D

... og á facebook síðu Badmintonsambandsins; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104 

 

Skrifað 25. janúar, 2014
mg