Iceland International - fyrsti dagur

Forkeppni einliðaleiks karla var að ljúka rétt í þessu og þar með fyrsta degi Iceland International. Einn leikur fer þó fram í fyrramálið klukkan 9 en þá mætir Daníel Thomsen Adam Ishan Wirawan frá Indónesíu. Aðrir Íslendingar duttu úr keppni í forkeppni mótsins. Inn í aðalkeppnina komust Tony Stephensson frá Írlandi, Mathias Weber Estrup frá Danmörku, David Kim Kristensen frá Danmörku, Tony Murphy frá Írlandi, Mads Storgaard Sorensen frá Danmörku, Nicklas Mathiasen frá Danmörku og Viky Anindita frá Indónesíu.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í dag.

Keppni hefst klukkan 9 í fyrramálið með tvenndarleikjum. Einliðaleikir karla hefjast klukkan 9:35, einliðaleikir kvenna klukkan 12:30, tvíliðaleikir karla klukkan 13:05 og tvíliðaleikir kvenna klukkan 14:15.

Smellið hér til að sjá niðurröðun leikja föstudaginn 24. janúar.
Skrifað 23. janúar, 2014
mg