Iceland International er hafið

Alþjóðlega mótið Iceland International hófst í TBR húsunum klukkan 13 með forkeppni í einliðaleik karla.

Í forkeppninni léku 33 spilarar ein eini íslenski spilarinn sem komst beint í aðalkeppnina er Kári Gunnarsson.

Eftir fyrri umferðina í forkeppninni eiga Bjarki Stefánsson, Kristófer Darri Finnsson, Daníel Thomsen, Ívar Oddsson, Birkir Steinn Erlingsson, Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson möguleika af íslenskum leikmönnum að komast upp úr forkeppninni.

Seinni umferð forkeppninnar er að hefjast en þeir leikir klárast um 17:00 nema einn sem fer fram í fyrramálið.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Skrifað 23. janúar, 2014
mg